SKILMÁLAR

 

Afgreiðsla pantana:
Allar pantanir eru afgreiddar á næstu virkum dögum. Í einstaka tilfellum getur komið í ljós að vara er uppseld þá er viðskiptavini boðið að breyta yfir í aðra vöru.  Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði og greiðir viðtakandi fyrir hann. Allar pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem eru yfir 15.000 kr. án vsk. eru sendar á kostnað Danco ehf.,

Greiðslur og vöruskil.
Hið selda er eign seljanda þar til reikningur er að fullu greiddur.  Upplýsingum um útgáfu reiknings, fjárhæð hans og hvenær hann verður greiddur, verður miðlað áfram í greiðsluhegðunarkerfi CreditInfo Lánstrausts hf.  Danco ehf er heimilt að tilkynna um vanskil til CreditInfo, til skráningar á skrá CreditInfo yfir vanskil o.fl.  Vinsamlega greiðið fyrir gjalddaga.  Dráttarvextir verða reiknaðir á gjaldfallnar skuldir.  Vörur seljanda eru seldar án skilaréttar.  Athugasemdir vegna reikninga, vöruskemmda, ranglega afgreiddrar vöru, vöruvöntunar, ástands eða líftíma vöru þurfa að berast innan 7 daga frá dagsetningu reiknings, annars telst reikningurinn, svo og magn, ástand og líftími vörunnar samþykktur.  Vörur eru skilahæfar ef þær voru skemmdar, gallaðar eða með of stuttan líftíma við afhendingu, enda hafi viðskiptavinur kvartað um slíkt innan 7 daga frá afhendingu.  Einnig má skila vöru ef röng vara var seld eða of mikið af henni var afgreitt.  Vara er í engum tilfellum skilahæf hafi kaupandi verðmerkt hana ranglega, skemmt eða rýrt að öðru leyti sjálfur.  Kaupandi skal greiða kostnað af innheimtu hverrar greiðslu samkvæmt (kaup-/sölu-/leigu-) samningi í samræmi við gjaldskrá (t.d. banka).

Persónuvernd:
Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. póstfang.

Lög og varnarþing.
Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa, samninga og eftir atvikum tilboð sem Danco gerir við viðskiptavini sína. Ágreining um framkvæmd samnings skulu Danco og viðskiptavinur leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.

Þjónusta og upplýsingar
Kaupanda er bent á að senda tölvupóst með öllum þeim upplýsingum er varða kaupin á danco@danco.is til að fá úrlausn á því sem hann vantar. Kaupandi getur einnig leitað í heildverslun okkar til að fá svör eða einfaldlega hringt í aðalsímanúmer okkar 575-0200 þar sem honum verður vísað á réttan stað.

Annað:
Verð á vefverslun www.danco.is eru ekki með virðisaukaskatti samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá söluaðila og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur
Danco ehf áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt.

Útgáfa skilmála númer: 1.0